Eiríkur J. Eiríksson (Júlíus) 22.07.1911-11.01.1987

<p>Prestur. Eiríkur varð stúdent frá MR 1932. Hann tók kennarapróf 1934 og guðfræðipróf frá HÍ 15. júní 1935. Hann fór í framhaldsnám til Basel í Sviss. Eiríkur varð kennari á Núpi í Dýrafirði 1935, kynnti sér skólamál á Norðurlöndunum 1936-1937, fór aftur að kenna á Núpi og varð skólastjóri þar 1942 til 1960. Varð aðstoðarprestur í Dýrafjarðarþingum 4. október 1937. Fékk Dýrafjarðarþing 21. desember 1938. Árið 1960 varð hann prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og gegndi þeim stöðum til ársins 1981.Prófastur í í Árnesþingi frá 1970. Lausn frá embætti 31. desember 1981.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 316-17</p>

Staðir

Sandakirkja Prestur 21.12. 1938-1959
Þingvallakirkja Prestur 20.09. 1960-1981
Mýrakirkja Aukaprestur 04.10.1937-21.12.1938

Aukaprestur , prestur , prófastur og þjóðgarðsvörður

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.09.2018