Marta Hrafnsdóttir 01.05.1968-

<p>Marta hóf söngferil sinn í kór Langholtskirkju. Hún stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og burtskráðist þaðan með Tónmenntakennarapróf meðfram söngnum. Eftir það lá leið hennar til Brussel þar sem hún hélt áfram söngnámi næstu þrjú árin hjá Dinu Grossberger og lauk námi sínu hjá Opera Studio of Flanders undir stjórn Guy Joosten, eins af bestu óperu-leikstjórum yngri kynslóðar Evrópu í dag. Marta sótti Master Class hjá mörgum frægum söngvurum, svo sem Antony Rolfe-Johnson, Tom Krause, Sara Walker og Christophe Rousset ásamt því að taka þátt í uppfærslum á óperum bæði hjá Operastudio of Flandern og Operastudio of La Monnaie í Brussel. Marta hefur einnig sungið á mörgum tónleikum bæði í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi þar sem hún hefur m.a. sérhæft sig í flutningi barokk tónlistar. Meðal verkefna hér á landi er Guðbrandsmessa eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, sem var jafnframt frumflutningur, Messías eftir Händel með Langholtskirkjukór og Sinfóníuhljómsveit Íslands, og með Kammersveit Reykjavíkur verkið Tengsl eftir Hjálmar H. Ragnarsson.</p> <p align="right">Texti úr tónleikaauglýsingu af vef Íslensku óperunnar 15. febrúar 2015</p>

Staðir

Kvennaskólann í Reykjavík Nemandi -
Eistneski tónlistar og leiklistarháskólinn í Tallin Háskólanemi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1997
Konunglegi tónlistarskólinn í Brussel Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kór Langholtskirkju Söngkona 1993

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , söngkona , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og tónmenntakennari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.03.2016