Eyjólfur Bjarnason -

Prestur. Stúdent 1720. Varð djákni á Reynistað vorið 1722, vígðist vorið 1724 aðstoðarprestur að Reynistað, fékk Reynistaðarklaustur 11. júlí 1727, fékk Þingeyrar 1751 og Ríp 1752 en flosnaði þar upp 1756 í harðindum. Varð þá djákni á Hólmu en fékk Grímsey 1757 og var þar til dauðadags. Hann var jafnan mjög fátækur enda mikill drykkjumaður en vandaður maður, fáskiptinn og stilltur. Fær lélegan vitnisburð hjá Harboe en Jón Steingrímsson segir þó að hann hafi verið einn með bestu söngmönnum og prédikurum. Ef hann notaði munntóbak ella setti að honum ólundargeispa við embættisgerðir fór þá prédikunin eftir því.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 450-51.

Staðir

Reynistaðarkirkja Aukaprestur 1724-1727
Þingeyraklausturskirkja Prestur 1751-1752
Rípurkirkja Prestur 1752-1756
Miðgarðakirkja Prestur 1757-1778

Aukaprestur, djákni og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.08.2017