Sigurður I. Snorrason (Sigurður Ingvi Snorrason) 22.04.1950-

<p><strong>Námsferill</strong>: Lokapróf með láði (Diplomprüfung mit Auszeichnung) í klarínettuleik frá Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Vínarborg 1971.</p> <p><strong>Starfsferill</strong>: Klarínettuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1973 – 2012. Kennari við Tónlistarskólann í Reykavík frá 1977 og við ýmsa tónlistarskóla frá 1973. Skólastjóri Tónlistarskóla FÍH 1980-1988. Virkur í íslensku tónlistarlífi sem einleikari og í kammertónlist. Hefur margsinnis leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku hljómsveitinni heima og erlendis og farið í tónleikaferðir um Evrópulönd og Bandaríkin. Kammertónlist með ýmsum tónlistarhópum. Iðkun Vínartónlistar með eigin salonhljómsveitum í dans- og tónleikasölum. Þátttaka í óperu- og óperettusýningum Þjóðleikhússins frá 1973 og Íslensku Óperunnar frá stofnun hennar.</p> <p><strong>Önnur störf</strong>: Formaður starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1974-1975. Varaformaður Félags íslenskra hljómlistarmanna 1976-1980. Stofnandi Salonsveitarinnar Salon Islandus. Einn af stofnendum Íslensku hljómsveitarinnar. Umritanir og útsetningar einkum fyrir blásara og salonhljómsveitir.</p> <p><strong>Hljómplötur</strong>: Ný tónlist fyrir klarínettu með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur 1987 (eigin útgáfa). Klarínettukonsert eftir Pál P. Pálsson með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Petri Sakari hjá Lotus Records 1996 (Ljáðu mér vængi). Áfangar, Íslensk klarnettuverk hjá Smekkleysu 2004 (eigin útgáfa). Andleg verk með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og blásarasextett (Diddú og drengirnir) hjá Tólf tónum 2004 (Ave María) og Lög Vestur-Íslendinga 2011 með sama hópi. Íslands minni, Jónasarlög Atla Heimis Sveinssonar 2007 (eigin útgáfa) Kammertónlist á fjölmörgum plötum og hljómdiskum með hinum ýmsu hópum m.a. Kammersveit Reykjavíkur.</p> <p><strong>Viðurkenningar</strong>: 1971 verðlaun frá ráðherra vísinda og rannsókna (Bundesminister für Wissenschaft und Forschung) í Austurríki fyrir framúrskarandi námsárangur við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Heiðursfélagi Félags Íslenskra Hljómlistarmanna. Starfslaun listamanna í nokkur skipti.</p> <p>Sigurður er deildarstjóri blásaradeildar Tónlistarskólans í Reykjavík.</p> <p align="right">Vefur Tónlistarskólans í Reykjavík 2013.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Skólastjóri 1978-1988

Tengt efni á öðrum vefjum

Klarínettuleikari og skólastjóri
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.12.2014