Skúli Illugason 1700-07.1744

Prestur. Lærði í Hólaskóla. F'ekk Bergsstaði 10. nóvember 1725 en varð að víkja fyrir öðrum presti 1727 sem var með konungsveitingu fyrir staðnum. Fékk Möðruvallaklaustursprestakall 11. apríl 1727, braut þar af sér með of bráðri barneign með konu sinni en fékk uppreisn 1737 og hélt prestakallinu til æviloka. Harboe gaf honum heldur lélegan vitnisburð en hann var orðlagður söngmaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 1290-91.

Staðir

Bergsstaðakirkja Prestur 10.11.1725-1727
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 11.04.1727-1744

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.09.2016