Árni Jónsson 09.07.1849-27.02.1916

Prestur. Fór til Vesturheims 1874 og lauk þar kennaraprófi í Lindsey 1877 kom til landsins sama ár og varð stúdent frá Reykjavíkurskóla (utanskóla) 1882. Lauk guðfræðiprófi úr prestaskóla 1884. Fékk Borg 8. mars 1884, M'yvatnsþing 20. mars 1888. Prófastur frá 1890 - 1913 í Suður-Þingeyjarsýslu. Fékk Hólma 26. febrúar 1913 og hélt til æviloka. Þingmaður Mýramanna 1886-91 og Norður-Þingeyjarsýslunga 1902-07. Gegndi auk þess mörgum trúnaðarstörfum í héraði. Riddari af Dannebrog 12. janúar 1909. Hagmæltur og ritfær.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 57-58.

Staðir

Borg Prestur 08.10. 1884-1888
Hólmar Prestur 26.02. 1913-1916
Skútustaðakirkja Prestur 20.03. 1888-1913

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.05.2018