Sigurbjörg Sveinsdóttir (Didda Sveins) 10.07.1941-15.11.1978

... Didda átti sér mörg áhugamál. Þeir sem hafa komið á heimili þeirra hjóna, hljóta að hafa veitt athygli þeim fögru hannyrðum sem það prýða. Ljóð voru henni einkar hugleikin og fór hún létt með að læra þau utanbókar. Einnig var söngur ofarlega á lista. Þetta kom sér vel seinna, þar sem hún starfaði sem söngkona um margra ára skeið, með ýmsum danshljómsveitum hér og erlendis. Um haustið 1959 tekur hún þátt í revíu-skemmtun, sem haldin var í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Revían hét „Eitt lauf“. Þar komu margir fram til að skemmta. Þar á meðal var Eyþór Þorláksson gítarleikari, sem um margra ára skeið hafði veriö við gítarnám og seinna hljóðfæraleik á Spáni. Einmitt þar hófust þeirra kynni, sem höfðu mikil áhrif á framtíð hennar. Þau hafa nú verið gift í sextán ár.

Fljótlega fór hún með Eyþóri til Spánar. Barcelona hét borgin. Þar voru kunningjar margir og góðir og líka innilegir eins og mörgum íslendingum mun vera kunnugt sem hafa kynnst Spánverjum. Didda, sem þá mælti ekki á spænska tungu, sýndi þar hvað hún átti létt með að læra, því á ótrúlega skömmum tíma varð hún vel mælandi á spænsku, jafnframt því að skrifa og lesa málið.

Það yrði langur listi, ef ætti að telja upp allar þær ferðir, sem þau hjónin hafa farið til Spánar, en um margra ára skeið unnu þau yfir sumartímann á Spáni, en á Íslandi á vetrum ...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 29. nóvember 1978, bls. 22.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Eyþórs Combo Söngkona 1961-09 1967-12
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar Söngkona 1967 1967
Tríó Eyþórs Þorlákssonar Söngkona 1962 1962

Tengt efni á öðrum vefjum

Afgreiðslukona, flugfeyja og söngkona

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.06.2014