Ásgerður Júníusdóttir 26.09.1968 -

Ásgerður hefur komið fram sem söngkona og leikkona á tónleikum, leiksýningum og listahátíðum í Reykjavík, London, París, Berlín, Stokkhólmi og víðar um Evrópu. Hljómdiskar hennar, Minn heim og þinn sem inniheldur lög og ljóð eftir íslenskar konur og Í rökkri, sönglög eftir Magnús Blöndal Jóhannsson voru báðir tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún hefur einbeitt sér að 20. og 21. aldar tónlist og frumflutt verk eftir fjölda núlifandi tónskálda. Má þar nefna Jórunni Viðar, Atla Heimi Sveinsson, Hauk Tómasson, Peter Bruun, Karólínu Eiríksdóttur og Ragnhildi Gísladóttur.

Á leiksviði hefur Ásgerður meðal annars sungið hlutverk Carmenar í samnefndri óperu Georges Bizet í Borgarleikhúsinu í Reykjavík, titilhlutverk í íslenskri frumuppfærslu á Madonnu Furioso eftir Bertil Palmar Johansen, Skuggaprinessuna í Skuggaleik eftir Karólínu Eiríksdóttur, ásamt því að leika og syngja í einleiksóperunni Miðlinum eftir Peter Maxwell Davies, og leiksýningunum Common Nonsense og Hnykli.

Texti af tónlist.is


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.09.2013