Gunnar Einarsson 05.06.1926-30.09.1997

<p>Gunnar gerðist ungur lögregluþjónn og stundaði það starf samtals í um 18 ár, að mestu í Reykjavík, en einnig á Húsavík og í Stykkishólmi. Leigubílstjóri var Gunnar um 10 ára skeið hjá Bifreiðastöð Steindórs. Einnig var Gunnar bóndi í Þúfukoti í Kjós um miðjan sjöunda áratuginn og starfsævinni lauk hann sem kjúklingabóndi á Lækjarbakka í V-Landeyjum.</p> <p>Tónlist var Gunnari mikilsverð. Hann söng í fjölmörgum kórum og var eftirsóttur söngmaður. Þá söng hann fyrsta tenór í kvartettinum Leikbræðrum.</p> <p align="right">Minningar. Morgunblaðið. 9. október 1997, bls. 42</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Leikbræður Söngvari 1945 1955
Útvarpskórinn Kórsöngvari

Tengt efni á öðrum vefjum

Lögregluþjónn og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.10.2020