Pálmi Jónsson 10.02.1917-03.06.2011
<p>Pálmi Jónsson fæddist á Blönduósi 10. febrúar 1917. Hann lést 3. júní 2011. Foreldrar hans voru Jón Lárusson og Halldóra Margrét Guðmundsdóttir. Pálmi var næstelstur sex systkina.</p>
<p>24. júní 1944 giftist Pálmi Ingibjörgu Daníelsdóttur, f. 3. mars 1922. Börn þeirra eru 1) Hjálmar, maki Guðlaug Sigurðardóttir, þau eiga tvær dætur og fimm barnabörn. 2) Gylfi, hann á sex börn og átta barnabörn. 3) Hólmgeir, maki Ingibjörg Þorláksdóttir, þau eiga sjö börn og ellefu barnabörn. 4) Reynir, látinn. 5) Bergþór, maki Sigrún Marinósdóttir, þau eiga fjögur börn og sex barnabörn. 6) Ásgerður, maki Guðjón Gústafsson, þau eiga sex börn og sjö barnabörn. 7) Svanhildur, maki Sigurður Ámundason, þau eiga sex börn og fjögur barnabörn. 8) Sigurbjörn, látinn.</p>
<p>Pálmi fluttist tíu ára gamall með foreldrum sínum að Hlíð á Vatnsnesi frá Refsteinsstöðum í Víðidal. Pálmi og Ingibjörg fluttu frá Hlíð að Bergsstöðum á Vatnsnesi 1947 ásamt tveimur elstu börnum sínum og bjuggu þar til ársins 1972, en þá brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Pálmi vann síðustu starfsárin hjá Pósti og síma sem birgðavörður.</p>
<p align="right">Úr minningargrein á Mbl.is. 10. júní 2011 (skoðað 10. febrúar 2014).</p>
Erindi
- Þorri átti þelið mjúka 1 hljóðrit
- Hérna fundum fríðan reit 1 hljóðrit
- Skotin gjalla brotnar bein 1 hljóðrit
- Borgarsvolli flý ég frá 1 hljóðrit
- Sumir falla í forina 1 hljóðrit
- Vordagar nálgast
Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum
5 hljóðrit
Dags | Safnmark | Efni | Heimildarmenn | # |
---|---|---|---|---|
26.12.1958 | SÁM 92/3280 EF | Jón Lárusson og börn hans kveða: Höldum gleði hátt á loft | Kristín Jónsdóttir , Jón Lárusson , Pálmi Jónsson og Guðmundur Jónsson | 30161 |
26.12.1958 | SÁM 87/1331 EF | Úr afmælisveislu Jóns Lárussonar: Fyrst kveður Jón sjálfur, síðan með börnum sínum. Síðan kveða Kris | Kristín Jónsdóttir , Jón Lárusson , Pálmi Jónsson og Guðmundur Jónsson | 31477 |
SÁM 87/1331 EF | Helga iðin hamast við; Eyja glettin lipur létt; Margrét sinnir verkum vel; Sólarglit og Braga bál; A | Pálmi Jónsson | 31478 | |
SÁM 87/1354 EF | Allt er kærum svipi sett; Sólarglit og bragarbál | Pálmi Jónsson | 31992 | |
26.12.1958 | SÁM 87/1360 EF | Úr afmælisveislu Jóns Lárussonar: Helga iðin hamast við; Eyja glettin lipurt létt; Margrét sinnir ve | Pálmi Jónsson | 32072 |
Tengt efni á öðrum vefjum
Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 29.09.2016