Viktor Orri Árnason 02.11.1987-

<p>Viktor Orri hóf fiðlunám sitt sex ára í Tónlistarskóla Kópavogs og lauk þaðan framhaldsprófi með burtfarartónleikum vorið 2007. Samhliða fiðlunáminu við skólann stundaði Viktor píanónám við sama skóla sem og raftónlistarnám. Hann lærði á rafbassa í Tónlistarskóla F.Í.H. og hefur lokið nokkrum stigum. Viktor Orri hefur sótt fjölda masterklass námskeiða. Hann stundar nú nám í fiðluleik hjá Guðnýju Guðmundsdóttur við Listaháskóla Íslands.</p> <p>Viktor Orri hefur leikið með mörgum hljómsveitum um árabil, m.a. hljómsveit Óperustúdíós Íslensku Óperunnar, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og norrænu hljómsveitinni Orkester Norden árið 2006.</p> <p>Hann var bassaleikari hljómsveitarinnar Búdrýgindi og er fiðluleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín en báðar þessar hljómsveitir hafa hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem Bjartasta vonin. Viktor Orri söng með Hamrahlíðarkórunum.</p> <p>Í seinni til hefur Viktor lagt fyrri sig tónsmíðar og var hann eitt þriggja ungra tónskálda sem vann samkeppni á vegum Tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, Ísafoldar kammersveitar og Rásar 1. Þremenningarnir semja verk fyrir Ísafold sem verður frumflutt 22. júní á Ísafirði.</p> <p align="right">Af vef tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2009.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hjaltalín Hljóðfæraleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari , fiðluleikari og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.09.2015