Viktor Orri Árnason 02.11.1987-

Viktor Orri hóf fiðlunám sitt sex ára í Tónlistarskóla Kópavogs og lauk þaðan framhaldsprófi með burtfarartónleikum vorið 2007. Samhliða fiðlunáminu við skólann stundaði Viktor píanónám við sama skóla sem og raftónlistarnám. Hann lærði á rafbassa í Tónlistarskóla F.Í.H. og hefur lokið nokkrum stigum. Viktor Orri hefur sótt fjölda masterklass námskeiða. Hann stundar nú nám í fiðluleik hjá Guðnýju Guðmundsdóttur við Listaháskóla Íslands.

Viktor Orri hefur leikið með mörgum hljómsveitum um árabil, m.a. hljómsveit Óperustúdíós Íslensku Óperunnar, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og norrænu hljómsveitinni Orkester Norden árið 2006.

Hann var bassaleikari hljómsveitarinnar Búdrýgindi og er fiðluleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín en báðar þessar hljómsveitir hafa hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem Bjartasta vonin. Viktor Orri söng með Hamrahlíðarkórunum.

Í seinni til hefur Viktor lagt fyrri sig tónsmíðar og var hann eitt þriggja ungra tónskálda sem vann samkeppni á vegum Tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, Ísafoldar kammersveitar og Rásar 1. Þremenningarnir semja verk fyrir Ísafold sem verður frumflutt 22. júní á Ísafirði.

Af vef tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2009.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hjaltalín Hljóðfæraleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, fiðluleikari og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.09.2015