Jóhann Friðgeir Valdimarsson 12.12.1967-

Jóhann Friðgeir Valdimarsson hóf ungur tónlistarnám og lærði á píanó og trompet í Tónmenntaskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Söngferil sinn hóf hann árið 1994 í Söngskólanum í Reykjavík. Þuríður Pálsdóttir var hans aðalkennari og lauk hann 8. stigs prófi vorið 1998. Sama ár fór hann til náms í Mílanó hjá prófessor Giovanna Canetti, yfirkennara hjá Conservatori Giuseppi Verdi. Hann sótti líka einkatíma hjá M. Angelo Bertacchi í Modena og M. Franco Ghitti í Brescia. Jóhann Friðgeir hefur sungið fjölda einsöngstónleika á meginlandi Evrópu og Íslandi þar sem hann hefur ávallt fengið framúrskarandi viðtökur og dóma, og gefnir hafa verið út fjórir hljómdiskar með söng hans.

Jóhann Friðgeir hefur sungið mörg aðalhlutverk óperubókmenntanna ásamt miklum fjölda sálumessa bæði hér heima, víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru Dmitri/Grigorij í Boris Godunov eftir Mussorgsky, Ismaele í Nabucco, Pinkerton í Madama Butterfly, Radames í Aidu, Lensky í Evgení Ónegin, Alfredo í La traviata, Macduff í Macbeth, Cavaradossi í Toscu, Turiddu í Cavalleria rusticana, Canio í Pagliacci, Hertoginn af Mantúa í Rigoletto, Manrico í Il trovatore og Don Carlo í samnefndri óperu Giuseppe Verdi.

Af vef Íslensku óperunnar (17. mars 2016)

Staðir

Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1994-1998
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.12.2017