Jón Brandsson -1682

Prestur. Lærði í Hólaskóla. Varð djákni að Þingeyrarklaustri en missti prestskaparréttindi vegna barneignar með systur biskups. Hann fékk Kolbeinsstaði og Rauðamel  fyrir aðstoð Guðmundar Hákonarsonar, sýslumanns 27. apríl 1634 og tók við Hítarnesi 1636 að prófastsráði og lét biskup ekki vita sem þykktist við en lét þó kyrrt liggja. Hefur líklega þjónað Kolbeinsstöðum og Rauðamel 1636 - 1645 ásamt Krossholti en 1645 tekið við Akra- og Hjörseyrarsókn en sleppt Rauðamel. Hann tók Jón, son sinn sem aðstoðarprest 1671 og lét af störfum 20. júní 1674.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 80.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson. Bls. 96 og 98.

Staðir

Kolbeinsstaðakirkja Prestur 27.04.1634-1636
Hítarneskirkja Prestur 1636-1671

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.02.2017