Björn Snæbjarnarson 1606-1679

<p>Prestur fæddur um 1606. Var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Höfn 27. september 1624. Var maður mjög kostgæfinn og vann sér álit en ekki þótti hann að sama skapi skarpur. Hann kom heim aftur 1629. Árið 1636 varð hann rektor í Skálholti og hélt þeirri stöðu í 11 ár þar til hann vígðist aðstoðarprestur á Staðastað en eftir lát starfandi prests, 1648, fékk hann prestakallið að fullu og hélt til dauðadags. Varð prófastur í Snæfellsnessýslu 1662 og hélt því til dauðadags. Hann var búsýslumaður mikill, vandaður maður og gæflyndur en svo tortrygginn að hann trúði varla nokkrum manni og líklega verið mjög aðsjáll.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 1.</p>

Staðir

Staðakirkja á Staðastað Aukaprestur 1647-1648
Staðakirkja á Staðastað Prestur 1648-1679

Aukaprestur , prestur , prófastur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Hugi Þórðarson uppfærði 17.11.2014