Helga Jóna Elíasdóttir 26.11.1905-08.03.2003
<p>Foreldrar Helgu Jónu voru <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1003247">Elías Bjarnason</a> (1879–1970) kennari, organisti og orgelviðgerðarmaður og Pálína Elíasdóttir (1885–1974). Helga Jóna ólst upp á Hunkubökkum á Síðu og í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1926. Hún var kennari í Vestmannaeyjum 1926-27, heimiliskennari við Elliðaár 1927-29, kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík 1929-33, skólastjóri Barnaskólans á Þórshöfn 1933-35, og kenndi þar síðan flest ár til 1956, oftast sem stundakennari. Hún var kennari við Barnaskólann í Reykholti í Biskupstungum frá 1956-58. Helga Jóna var söngstjóri í Sauðaneskirkju 1938-41. Hún sat í fyrstu stjórn kvenfélagsins Hvatar, í stjórn kirkjukórsins og kenndi í einkatímum á orgel fram á efri ár. Helga Jóna var búsett í Reykjavík frá 1958.</p>
<p align="right">Byggt á minningargrein í Morgunblaðinu 14. mars 2003, bls. 39</p>
Staðir
Sauðaneskirkja | Organisti | 1938-1941 |
Kennaraskóli Íslands | Nemandi | -1926 |
Miðbæjarskólinn í Reykjavík | Kennari | 1929-1933 |
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.09.2020