Björn Jónsson 15.07.1858-03.02.1924

Síra Björn var vígður til prests árið 1886. En prestur í Miklabæ var hann skipaður árið 1889, og gegndi því embætti í 31 ár, eða til ársins 1920, að hann sagði af sér prestskap. Prófastur Skagafjarðarprófastdæmis var hann frá 1914 til 1919. Hann missti nálega að fullu sjón fyrir nokkrum árum, og var sú orsökin helst til þess, að hann sagði af sér embæti. Síra Björn var alkunnur fræðimaður að því er snerti almenna sögu og þekkingu á íslensku máli. Hann var og að flestra rómi, viðurkendur sem ágætur klerkur og sómi stéttar sinnar.

Úr andlátsfregn í Vísi 7. febrúar 1924, bls. 3.

Staðir

Bergsstaðir Prestur 31.08.1886-1889
Miklibær Prestur 24.05.1889-1921

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.01.2017