Ásgrímur Vigfússon (Ásgrímur Hellnaklerkur) 1758-1829

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1780. Vígðist 14. október aðstoðarprestur í Breiðuvíkurþingum og fékk prestakallið 15. febrúar 1788. Varð brátt heldur óþokkasæll hjá fólki og átti í deilum við ýmsa. Var dæmdur frá prestskap en ekki prestréttindum 1793 fyrir að hafa gefið saman hjón gegn banni sýslumanns. Var embættislaus um tíma, fór utan til þess að fá mál sitt tekið upp. Hann fékk aftur prestsskap sinn og fékk Breiðavíkurþing aftur 18. febrúar 1805. Var kyrrt um hann til að byrja með en sýslumaður kærði hann fyrir biskupi fyrir ýmsar sakir, m.a. hneykslanlegt framferði. Varð af mál og prestur dæmdur frá kjóli og kalli 1822. Hann áfrýjaði málinu og fór öðru sinni til Danmerkur til að fá leiðréttingu mála sinna. Þar var hann algerlega sýknaður 17. mars 1826. Varð hann enn prestur í Breiðuvíkurþingum og lifði í friði eftir það til dauðadags. Hann var ertingarsamur við aðra og deilugjarn en margt gott var um hann að segja. Hann var atorkumaður, góður smiður og vel gefinn til munns og handa, skrifaði upp handrit og var skáldmæltur. Fékk verðlaun fyrir jarðabætur. Hann smíðaðis skip og báta, timburhús og gróf grunna.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 98-99.

Staðir

Breiðuvíkurkirkja Prestur 1781-1793
Breiðuvíkurkirkja Prestur 1805-1822
Breiðuvíkurkirkja Prestur 1826-1829

Erindi


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.01.2019