Árni Egilsson 22.05.1939 -

<p>Árni Egilsson er fæddur í Reykjavík 22. maí 1939. Hann nam við Tónlistarskólann í Reykjavík og hélt síðan til náms í Bretlandi og Hamburg í Þýskalandi (Staatliche Hochschule für Musik). Sem kontrabassaleikari lék hann með sinfóníuhljómsveitum á Íslandi, Írlandi og Þýskalandi, en þar réði hann hinn kunni stjórnandi Sir John Barbirolli til Bandaríkjanna og spila með sinfóníuhljómsveitinni í Houston, Texas. Eftir að Barbirolli lét af störfum tók André Previn við og léku hann og Árni einnig jazz víða saman og spiluðu meðal annars á listahátíð í Reykjavík árið 1974. Gegnum árin hefur Árni gert mikið af að spila einleiksverk fyrir kontrabassa. Sem einleikari hefur hann komið fram á meginlandi Evrópu og víðsvegar í Bandaríkjunum og fengið frábæra dóma gagnrýnenda. Árið 1975 frumflutti hann fyrsta íslenska konsertinn fyrir kontrabassa og sinfóníuhljómsveit, "Niður" eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Stjórnandi var Vladimir Ashkenazy og var konsertinn gefinn út á geisladisk. Árni hefur búið í Los Angeles í Kaliforníu síðan 1969 og er einn eftirsóttasti "stúdíó-bassaleikari" þeirrar borgar. Sem slíkur hefur hann unnið við hljómlist við þúsunda kvikmynda, sjónvarpsþátta og hljómplatna og spilar jöfnum höndum klassíska músík, jazz og rock. Um árabil var Árni prófessor í kontrabassaleik við háskólann California State University Northridge og eru margir nemendur hans meðlimir í þekktum sinfóníuhljómsveitum, svo sem Los Angeles Philharmonic, San Francisco Symphony, San Diego Symphony og evrópskum hljómsveitum. Á seinni árum hefur Árni snúið sér að tónsmíðum og hefur samið mikið af kammermúsík, einleiksstykki fyrir kontrabassa, hljómsveitarverk, hljómlist fyrir leikhús og ballett og kórverk.</p> <p align="right">Af vef Þjóðleikhússins 1. nóvember 2013.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Kaliforníuháskóli, Northridge Prófessor -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Útlendingahersveitin Kontrabassaleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari , prófessor , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.12.2015