Sigurður Haukur Guðjónsson 25.10.1927-13.08.2007

<p>Prestur. Stúdent frá MR 1950. Cand. theol. frá HÍ 30. janúar 1954. Framhaldsnám í Edinborg og Essex 1997 og við HÍ 1989-90. Vann framan af við bú föður síns í Gljúfurárholti í Ölfusi og bókhaldsdeild SÍS. Veittur Háls í Vnjóskadal frá 1. júní 1955 og vígður 5. sama mánaðar. Rak búskap með preststarfinu. Skipaður prestur í Langholtsprestakalli í Reykjavík 12. desember 1963 frá og með 1. janúar 1964. Þjónaði einn prestakallinu eftir að sr. Árelíus Níelsson lét af störfum. Fékkst mikið við útgáfu og samningu enda mikill íslenskumaður og kennari í þeirri grein um langt skeið. Einstakur mannvinur.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 757-58 </p>

Staðir

Hálskirkja Prestur 01.06. 1955-1963
Langholtskirkja Prestur 12.12. 1963-1991

Prestur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2018