Hugi Guðmundsson 10.06.1977 -

<p>Hugi hóf 12 ára gamall nám í gítarleik hjá Pétri Jónassyni. Árið 1996 byrjaði hann í Tónlistarskólanum í Reykjavík, fyrst aðeins í aukafögum en tveimur árum síðar í tónfræðadeild skólans. Tónsmíðakennarar hans þar voru Þorkell Sigurbjörnsson og Dr. Úlfar Ingi Haraldsson en jafnframt stundaði hann gítarnám hjá Páli Eyjólfssyni. Eftir lokapróf frá tónfræðadeildinni vorið 2001 hélt Hugi til Kaupmannahafnar til áframhaldandi tónsmíðanáms við Konunglegu Tónlistarakademíuna. Tónsmíðakennarar hans þar voru Bent Sørensen, Hans Abrahamsen og Niels Rosing-Schow. Hann lauk MMus gráðu þaðan vorið 2005. Núna er hann í mastersnámi í raf- og tölvutónlist við Sonology stofnunina í Den Haag í Hollandi.</p> <p>Verk Huga spanna allt frá einleiksverkum til hljómsveitarverka og eru verk hans leikin reglulega bæði hér heima og erlendis. Hann hefur starfað með mörgum af helstu tónlistarmönnum og –hópum landsins, s.s. Herði Áskelssyni, Caput, KaSa-hópnum, Árna Heimi Ingólfssyni, Hamrahlíðarkórnum o.fl. Af erlendum listamönnum sem hann hefur starfað með má nefna píanistann Rolf Hind og Raschér saxafónkvartettinn. Verkið Adoro te devote sem hann skrifaði fyrir Mótettukórinn og Raschér saxafónkvartettinn var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005.</p> <p align="right">Tónlist.is 3. nóvember 2013.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2001
Konunglegi tónlistarháskólinn í Kaupmannahöfn Háskólanemi -2005

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.06.2017