Haukur F. Hannesson (Haukur Flosi Hannesson) 04.01.1960-

<p>Haukur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977, einleikara- og kennaraprófi í sellóleik frá Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum 1982, meistaraprófi í listrekstrarfræði frá City University í London 1991, og doktorsprófi frá sama skóla 1998. Haukur hefur starfað sem sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, skólastjóri Suzuki-tónlistarskólans í Reykjavík, kennt tónlist bæði á Íslandi og í Svíþjóð og verið framkvæmdastjóri sinfóníuhljómsveita í Svíþjóð. Haukur er í dag aðstoðarskólastjóri við Nacka Musikskola viðStokkhólm. Haukur er giftur Jörgen Boman bókasafnsfræðingi.</p> <p align="right">Úr Morgunblaðsgrein 23. febrúar 2006, bls. 43.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Sellókennari og sellóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.02.2014