Elva Sæmundsson (Elva Dagmar Jonasson) 28.01.1950-

Fædd í Árborg, Manitoba. Faðir fæddur 1908 í Manitoba, ættaður í föðurætt úr Borgarfirði og móðurætt af Austurlandi. Móðir fædd 1918 í Manitoba, ættuð úr Skagafirði. Lærði íslensku í foreldrahúsum enda giltu mjög strangar reglur um málnotkun á heimlinu. Lærði ensku fyrst af systur sinni sem færði fróðleikinn heim úr skólanum. Notaði ensku þó sama og ekkert fyrr en í skóla. Talar enn íslensku við foreldra sína en systkinin beita fyrir sig ensku meira. Eru þó öll vel mælt á íslensku. Lærði að lesa og skrifa íslensku af móður sinni en hefur ekki lesið mikið á málinu, að eigin sögn, helst Lögberg-Heimskringlu. Var þó látin læra ósköp af kveðskap í æsku. Finnst hún vera nokkuð jafnvíg á ensku og íslensku. Var á Íslandi í tvo-þrjá mánuði þegar hún var fimmtán ára. Sjá nánar Vestur-íslenskar æviskrár, 5. bindi, bls. 223

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

14 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
23.05.1982 SÁM 94/3841 EF Rætt um íslenskukunnáttu og notkun íslensku innan fljölskyldunnar og annars staðar. Spurt um þéringa Elva Sæmundsson 41312
23.05.1982 SÁM 94/3841 EF Geturðu sagt mér frá bænum sem þið bjugguð í, geturðu lýst húsinu fyrir mér? sv. Það var dáltið stór Elva Sæmundsson 41313
23.05.1982 SÁM 94/3841 EF sp. Hvernig var með matinn sem þið fenguð, var mikið um íslenskan mat? sv. Já, mamma var, við höfðum Elva Sæmundsson 41314
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. Nefnduð þið kýrnar íslenskum nöfnum? sv. Stundum, ef það var einhver sérstök kýr sema var, eða k Elva Sæmundsson 41315
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. Getur þú sagt mér frá árstíðabundnum störfum og byrjað kannski á vetrarstörfum? sv. Já, á vetur Elva Sæmundsson 41316
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. .. En svo á vorin? sv. Þá er gaman. Þá lék maður sér í pollum og datt oní dýín. Svo voru við all Elva Sæmundsson 41317
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. Vélar, hver sá um að halda þeim við? sv. Ég held að faðir minn hafi ekki verið mikill, eh, vél- Elva Sæmundsson 41318
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. Þú hefur ekki veitt á vatninu neitt á veturna? sv. Nei, við fórum alltaf á hvurju vori samt og Elva Sæmundsson 41319
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. Hvurnig var með föt, prjónuðuð þið mikið heima? sv. Það var mest keypt eða frænka okkar og amma Elva Sæmundsson 41320
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. Segðu mér aðeins af því hvað þið gerðuð ykkur til skemmtunar þegar þið urðuð eldri? sv. Fórum á Elva Sæmundsson 41321
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. Hvernig var svo með helgarböllin, var mikið drukkið á þessum samkomum? sv. Já, dáltið mikið. s Elva Sæmundsson 41322
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. En hélduð þið upp á þessar kirkjuhátíðir, páska og? sv. Ekki heima hjá okkur. Við héldum einsog Elva Sæmundsson 41323
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. Þú varst að tala um skólahúsið hérna áðan, geturðu lýst því? sv. Þegar ég fór í barnaskólann þá Elva Sæmundsson 41324
28.05.1982 SÁM 94/3842 EF sp. Viltu kannski lýsa landslaginu fyrir mér þarna í kring? sv. Það er bara skógur og tré og ég kan Elva Sæmundsson 41325

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 18.03.2019