Róbert Jack 05.08.1913-11.02.1990

Prestur.Stúdent frá Beardsen Academy í Glasgow 1931. BA próf frá University of Glasgow 1936. Cand. theol. frá HÍ 26. maí 1944. Settur sóknarprestur í Heydölum í Breiðdal frá fardögum 1944 og vígður 18. júní sama ár. Veittir Miðgarðar í Grímsey 2. júlí 1947 og lausn frá því embætti 1. september 1953. Var prestur um sinn í Manitoba og síðan á Tjörn á Vatnsnesi 3. september 1955. Tók við þjónustu í Breiðabólsstaðarprestakalli í Vesturhópi ásamt Tjarnarprestakalli en þau voru sameinuð 1. nóvember 1970. Skipaður prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi frá 1. nóvember 1981. Lausn frá embættum 1. júlí 1987 en sinnti prestsstarfi til 1. febrúar 1989. Í stjórn Prestafélags Íslands. Síðast búsettur í Kópavogi.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 731-32

Staðir

Heydalakirkja Prestur 1944-1947
Miðgarðakirkja Prestur 1947-1953
Breiðabólstaðarkirkja í Vesturhópi Prestur 1955-1988
Tjarnarkirkja Prestur 01.11.1970-1989

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1955 SÁM 87/1022 EF Lýsir Árborg og prestakallinu öllu og segir frá starfinu og söfnuðinum Róbert Jack 35693

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 7.12.2018