Þórður Árnason 26.111803-18.07.1862

Prestur. Stúdent úr heimaskóla 1828 með góðum vitnisburði. Vígðist aðstoðarprestur að Klausturhólum 19. júní 1836 og fékk það embætti 28. ágúst 1845. Fékk Vogsósa 4. október 1855 og Mosfell í Mosfellssveit 9. mars 1860 og andaðist þar. Kennimaður góður og vel að sér um margt og búhöldur. Lenti þó í ýmiss konar deilum og var m.a vísað frá námi vegna barneigna.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 1.

Staðir

Klausturhólakirkja Aukaprestur 19.06.1836-1845
Klausturhólakirkja Prestur 28.08.1845-1855
Strandarkirkja Prestur 04.10.1855-1860
Mosfellskirkja Prestur 09.03.1860-1862

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.06.2014