Jón Sigurðsson 17.04.1965-

Jón stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz og Arizona State University í Bandaríkjunum og hefur einnig kynnt sér Funktionale Methode. Helstu kennarar hans hafa verið Helga Laxness, Halldór Haraldsson, Erika Haase, Gerrit Schuil og Caio Pagano. Hann hefur einnig tekið þátt í opnum kennslustundum hjá Ruth Slenczynska, Edith-Picht Axenfeld og Roger Woodward. Á undanförnum árum hefur Jón leikið víða, bæði á Íslandi og víðar í Evrópu, og einnig í Bandaríkjunum. Þá hefur hann flutt ýmiss konar tónlist, en þó hafa rómantísk og nútímaverk alltaf skipað stóran sess hjá honum.

Jón heldur einleikstónleika reglulega, hefur leikið píanókonserta eftir Beethoven og komið fram með kammersveitum og fjölmörgum hljóðfæraleikurum og söngvurum. Jón hefur leikið inn á tvo geisladiska sem gefnir voru út hjá Polarfonia Classics. Á þeim er að finna m.a. verk eftir Scriabin og Barber og sónötur eftir Strauss, Schumann og Mozart.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 28. ágúst 2012.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014