Jón Sigurðsson 17.04.1965-

<p>Jón stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz og Arizona State University í Bandaríkjunum og hefur einnig kynnt sér Funktionale Methode. Helstu kennarar hans hafa verið Helga Laxness, Halldór Haraldsson, Erika Haase, Gerrit Schuil og Caio Pagano. Hann hefur einnig tekið þátt í opnum kennslustundum hjá Ruth Slenczynska, Edith-Picht Axenfeld og Roger Woodward. Á undanförnum árum hefur Jón leikið víða, bæði á Íslandi og víðar í Evrópu, og einnig í Bandaríkjunum. Þá hefur hann flutt ýmiss konar tónlist, en þó hafa rómantísk og nútímaverk alltaf skipað stóran sess hjá honum.</p> <p>Jón heldur einleikstónleika reglulega, hefur leikið píanókonserta eftir Beethoven og komið fram með kammersveitum og fjölmörgum hljóðfæraleikurum og söngvurum. Jón hefur leikið inn á tvo geisladiska sem gefnir voru út hjá Polarfonia Classics. Á þeim er að finna m.a. verk eftir Scriabin og Barber og sónötur eftir Strauss, Schumann og Mozart.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 28. ágúst 2012.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014