Benedikt Kristjánsson 23.09.1987-

Benedikt er fæddur á Húsavík 1987. Hann hóf söngnám 16 ára gamall, fyrst við Söngskólann í Reykjavík, en síðar Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Margrétar Bóasdóttur. Benedikt söng í kórum Menntaskólans við Hamrahlíð í rúm 6 ár og fór með í söngferðir til Þýskalands, Kanada, Danmerkur og Kína. Hann tók þátt í Bach-Woche í Stuttgart árið 2007 og söng hlutverk Guðspjallamannsins í Johannesarpassíu Heinrich Schütz í Heidelberg í apríl 2008. Hann var einsöngvari í As-dúr messu Schuberts sem flutt var í Mývatnssveit sumarið 2009. Hann stundar nú nám hjá Scot Weir prófessor við Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín í Þýskalandi.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 20. júlí 2010.

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -
Hanns Eisler tón­list­ar­há­skól­i í Berlín Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, nemandi, söngvari, tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.03.2016