Magnús Guðmundsson 05.11.1906-12.05.1974

<p>Magnús var blindur frá fæðingu og átti alla ævi heima í Dalbæ, hjá foreldrum sínum meðan þau lifðu og síðan hjá Páli bróður sínum og konu hans Margréti Guðmundsdóttur og eftir lát Páls átti hann heimili hjá Margréti mágkonu sinni. Magnús var glaðlyndur og gat unnið ótrúlega mörg störf. Hann átti harmonikku og spilaði oft á dansleikjum, t.d. spilaði hann fyrir dansi á fyrsta hjónaballi sem haldið var á Flúðum. Hann var ókvæntur og barnlaus.</p> <p style="text-align: right;">Heimild: Árnesingar I. Hrunamenn, 2. bindi bls. 343.</p>
Bóndi og harmonikuleikari

Uppfært 1.12.2014