Grímur Bessason 1719-21.11.1785

Fæddur 1719 til 1721. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1741. Varð djákni á Skriðuklaustri. Vígðist 1745 að Ofanleiti, fékk Ás í Fellum 2. september 1748, Eiða 26. apríl 1762 og Hjaltastaði 15. júlí 1774 og hélt til æviloka. Hann var gáfumaður og kennimaður góður þegar hann vildi það við hafa. Hann var skáldmæltur og heldur kíminn í kveðskapnum og oftast í klúrara lagi. Sumir telja hann hafa ort fyrstu limruna á íslensku sem hljómaði svo: Undarlegur var andskotinn er hann fór í svínstötrin. Öllu saman stakk´ann ofan fyrir bakkann helvítis hundurinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 98-99.

Staðir

Áskirkja Prestur 1748-1762
Eiðakirkja Prestur 1762-1774
Hjaltastaðakirkja Prestur 1774-1785
Ofanleitiskirkja Prestur 1745-1745

Tengt efni á öðrum vefjum

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.04.2018