Trausti Thorberg (Trausti Thorberg Óskarsson, Trausti Th. Óskarsson) 19.11.1927-

<p>Trausti var mjög virkur gítarleikari í danshljómsveitum fyrir og um miðja 20. öld. Hann lék meðal annars í fyrstu gerð KK-sextettsins sem Kristján Kristjánsson stofnaði þegar hann og Svavar Gests komu frá árs námi í Juliard tónlistarskólanum í Bandaríkjunu. Stextettin kom fyrst fram í Mjólkurstöðinni 3. október 1947...</p> <p>Í blaðinu Jazz sem Tage Ammendrup gaf út, segir meðal annars <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5222597">í innlendum fréttum 1. nóvember 1947</a>:</p> <blockquote>Fyrir nokkru lét Jazzklúbburinn taka fyrstu íslenzku kvikmyndina, sem tekin hefur verið af íslenzkri jazzhljómsveit. K.K.-sextettinn varð fyrir valinu og léku þeir lögin Shine, On the sunny side og I've found a new baby í myndinni. Líklegt er að hægt verði að syna myndina fyrri partinn á næsta ári.</blockquote> <p>Tage Ammendrup var kynnir í þessari kvikmynd sem enn er til. KK-sextettinn varð gríðar vinsæl hljómsveit og starfaði fram til ármóta 1961-62 með talsverðum mannabreytingum. Í upphafi skipuðu hljómsveitina: Guðmundur Vilbergsson - trompet, Hallur Símonarson - kontrabassi, Kristján Kristjánsson - klarinett/alt sax, Svavar Gests - trommur, Steinþór Steingrímsson - píanó og Trausti Thorberg - gítar.</p> <p>Upp úr áramótunum 1947-48 hætti Trausti í hljómsveitinni og fór til Danmerkur um tíma. Gunnar Ormslev gekk þá í sveitina.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Eyþórs Combo Bassaleikari 1961-09 1964-04/05
Hawaii-tríóið Gítarleikari 1946-06/08 1947-09/11
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar Bassaleikari 1961
KK-sextett Gítarleikari 1947-10-03 1948-10
Tríó Eyþórs Þorlákssonar Bassaleikari 1962 1962

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari , gítarleikari og rakari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.11.2015