Lára Margrét Árnadóttir 13.10.1892-19.07.1973

<blockquote>... Lára ólst upp hjá foreldrum sínum á Ísafirði. Hún hneigðist strax sem barn að sönglist og hljóðfæraslætti. Gat hún haft það frá föður sinum, því <a href="https://www.ismus.is/i/person/uid-14038e28-b25f-4fed-be87-e07d78ae79aa">Árni var söngvinn</a> og átti meðal annars frumkvæði að því, að koma upp karlakór á ísafirði. Strax sem barn aðstoðaði Lára föður sinn við að þjálfa sömgmenn kórsins. Í barnaskólanum lék hún við ýmis tækifæri á hljóðfæri, jafnvel áður en hún þekkti nótur. Síðar fékk Lára nokkra tilsögn I pianóspíli, en meira varð ekki úr músiknámi þótt hæfileikar gæfu full tilefni og hugur heranar stæði til. Síðar á ævinni gerði Lára þó nokkuð að þvi að semja sönglög, en hún hélt því ekki á loft og mun lítið hafa hirt um að varðveita þau... <br><br> [...] Árið 1915 fluttist Árni faðir hennar með fjölskylduna alla alfarið til Reykjavíkur. Eftir það fékkst Lára allmikið við pianóleik, var píanóleikari í hljómsveit Bernburgs, sem lengi lék við miklar vinsældir hér í Reykjavík. Jafnframt lék hún undir við myndasýningar í Gamla bíói, svo sem tíðkaðist á tímum þöglu myndanna...</blockquote> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 28. júlí 1973, bls. 23</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og píanóleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.10.2020