Lára Margrét Árnadóttir 13.10.1892-19.07.1973

... Lára ólst upp hjá foreldrum sínum á Ísafirði. Hún hneigðist strax sem barn að sönglist og hljóðfæraslætti. Gat hún haft það frá föður sinum, því Árni var söngvinn og átti meðal annars frumkvæði að því, að koma upp karlakór á ísafirði. Strax sem barn aðstoðaði Lára föður sinn við að þjálfa sömgmenn kórsins. Í barnaskólanum lék hún við ýmis tækifæri á hljóðfæri, jafnvel áður en hún þekkti nótur. Síðar fékk Lára nokkra tilsögn I pianóspíli, en meira varð ekki úr músiknámi þótt hæfileikar gæfu full tilefni og hugur heranar stæði til. Síðar á ævinni gerði Lára þó nokkuð að þvi að semja sönglög, en hún hélt því ekki á loft og mun lítið hafa hirt um að varðveita þau...

[...] Árið 1915 fluttist Árni faðir hennar með fjölskylduna alla alfarið til Reykjavíkur. Eftir það fékkst Lára allmikið við pianóleik, var píanóleikari í hljómsveit Bernburgs, sem lengi lék við miklar vinsældir hér í Reykjavík. Jafnframt lék hún undir við myndasýningar í Gamla bíói, svo sem tíðkaðist á tímum þöglu myndanna...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 28. júlí 1973, bls. 23


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og píanóleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.10.2020