Guðmundur Böðvarsson 16.09.1761-20.10.1831

<p>Prestur. Stúdent frá Skálholti með lélegum vitnisburði. Varð djákni bæði í Odda og síðar á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Vígður aðstoðarprestur að Útskálum 12. júní 1785, fékk Reykjadal 2. maí 1789, Kálfatjörn 30. janúar 1809. Lét af prestskap 1826. Hann var lítill búsýslumaður og drykkfelldur mjög á síðari árum. Hann var góður smiður og honum margt vel gefið.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 135-6.</p>

Staðir

Útskálakirkja Aukaprestur 12.06.1785-1789
Reykjadalskirkja Prestur 02.05.1789-1809
Kálfatjarnarkirkja Prestur 30.01.1809-1826

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.03.2014