Jóhann Kristjánsson 1704-22.03.1780

Prestur. Stúdent 1724 frá Hólaskóla. Var tvo vetur hjá stjúpföður sínum, sr. Árna Skaftasyni á Sauðanesi en eitt ár sýsluskrifari. Vígðist 1728, líklega 3. október aðstoðarprestur sr. Eggerts á Svalbarði og fékk það prestakall 1735, hýsti þar vel og endurreisti kirkjuna svo vel að eftir var tekið. Hann var þó talinn meðal fátækustu presta Þingeyjarþings 1756. Fékk Mælifell haustið 1760 og lét af prestskap 12. maí 1767 og afhenti staðinn árið eftir. Harboe taldi hann ekki ólærðan en prédika lélega meðan Halldór biskup Brynjólfsson telur hann góðan prédikara í skýrslu sinni 18. september 1748 og ágætan barnafræðara. Hann var mælskur maður og hagmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 26.

Staðir

Svalbarðskirkja Aukaprestur 03.10.1728-1735
Svalbarðskirkja Prestur 1735-1760
Mælifellskirkja Prestur 1760-1767

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.11.2017