<p>Loftur nam söng í söngskólanum í Reykjavík hjá Ásrúnu Davíðsdóttur og Guðmundi Jónssyni, The Royal Northern College of Music í Manchester hjá Patric McGuigan, The National Opera Studio í London og sótti einkatíma í söng til Sigurðar Demetz.
Loftur hefur haldið einsöngstónleka, komið fram með kórum og tekið þátt í flutningi ýmissa stærri kórverka eins og t.d Jóhannesarpassíu og Jólaóratoíu eftir Bach, Messíasi eftir Händel og Nelson messu Haydn.</p>
<p>Þá hefur hann tekið þátt í fjölmörgum óperuuppfærslum bæði hér heima og erlendis og sungið þá m.a hlutverk Marcello ( La Bohéme ), Andans ( Galdra-Loftur ), Kalmann í Tunglskinseyjunni eftir Atla Heimi Sveinsson sem var frumsýnd í Peking í Kína í mars 1997, Guglielmo ( Cosi fan tutte ), Belcore ( Ástar drykkurinn ) og Dr. Falke ( Leðurblakan ).</p>
<p align="right">Af vef Karlakórs Selfoss 22. mars 2012.<p>
Hópar
Tengt efni á öðrum vefjum