Kristján Kristjánsson (KK) 26.03.1956-

Kistján fæddist Minneapolis í Bandaríkjunum og ólst þar upp til tíu ára aldurs er hann flutti til Íslands með fjölskyldu sinni. Hann var síðan búsettur í Svíþjóð 1977-90. KK stundaði tónlistarnám við Fridhems Folkhögskola í Svíþjóð 1979-81, stundaði nám við Musikhögskolan í Malmö í Svíþjóð og útskrifaðist þaðan sem tónlistarkennari 1990.

KK hefur eingöngu starfað við tónlist sl. þrjátíu ár. Hann var þátttakandi í nýju blúsbylgjunni á Íslandi á áttunda áratugnum og lék þá á blúsmunnhörpu. KK var götuspilari frá 1986, ferðaðist um Evrópu í fimm ár, fór í tveggja mánaða tónleikaferð og lék á gítar með rhythm’n’ blues-bandinu Red Archibald and the Internationals í Hamborg. Hann kynntist Professor Washboard og Derrick „Big Walker“ er hann var í Ósló og saman stofnuðu þeir The Grinders. Undir lok tíunda áratugarins flutti Kristján aftur til Íslands.

Hér á landi hefur KK lengst af leikið og sungið með eigin bandi, KK bandi. Auk þess hefur hann leikið með fjölda íslenskra tónlistarmanna og komið fram með og/eða hitað upp fyrir fjölda heimsþekktra listamanna og hljómsveita, s.s. Elton John, John Fogerty, Kris Kristofferson, Bo Diddley, Eric Clapton, Nick Lowe, John Mayall, Johnny Copeland og Roger Hodgson (Supertramp)...

Úr Fjölskylda og frændgarður. Morgunblaðið. 26. mars 2016, bls. 42-43

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
KK Band Söngvari og Gítarleikari 1992

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari, lagahöfundur og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.10.2015