Magðalena Jónasdóttir 09.10.1859-14.02.1942

<p>Magðalena var gift sr. Þorvaldi Jakobssyni sem þjónaði m.a. Brjánslæk frá 1884 til 1895. Því er gert ráð fyrir að hún hafi verið forsöngvari í Flatey frá 1884. Í grein dr. Hallgríms Helgasonar í tímaritinu Tónlistin frá 1942 segir m.a.: „Fyrsti forsöngvari í Flatey á Breiðafirði mun hafa verið Magðalena Jónasdóttir, kona séra Þorvalds Jakobssonar“.</p> <p align="right">Tónlistin. 3. hefti 1942.</p> <p>Húsfreyja í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja á Stað, Brjánslæk og síðar í Sauðlauksdal.</p> <p align="right">Íslendingabók [Skoðað 23. ágúst 2013].</p>

Staðir

Flateyjarkirkja Organisti 1884-1893

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014