Hannes Stephensen Stefánsson 12.10.1799-29.09.1856

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1818 með mjög góðum vitnisburði. Fór til Hafnar og tók bæði lærdóms- og guðfræðipróf. Dvaldi um hríð hjá Magnúsi dómstjóra föðurbróður sínum í VIðey áður en hann fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 25. september 1825 og Garða á Akranesi 8. nóvember sama ár og hélt til æviloka. Árið 1844 var hann kjörinn þingmaður fyrir Borgarfjarðarsýslu og endur­kosinn 1852 og sat á hinum fimm fyrstu þingum  (1845, 47, 49, 53 og 55). Hann var varaforseti þingsins 1849 og 1853 og forseti þess 1855; einnig var hann kjörinn fyrri þjóð­fundarfulltrúi fyrir Borgarfjarðarsýslu 1850 og sat á þeim fundi árið eftir. Hann bjó fyrst á Innra-Hólmi en síðar á Ytra-Hólmi á Akra­nesi. Í hinni íslensku biblíuþýðingu (Viðey 1841) hefur hann endurskoðað 4. Mósebók, er Gunnlaugi dómkirkjupresti Oddssyni hafði áður verið falið á hendur.</p> <p>Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 317. </p>

Staðir

Saurbær Prestur 20.08. 1825-08.11. 1825
Akraneskirkja Prestur 08.11. 1825-1856

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.08.2014