Eiríkur Ketilsson -1647

Prestur. Stúdent 1626 eða 27 en um 1627 átti hann barn með konu þeirri er hann gekk að eiga síðar. Mun hafa gerst aðstoðarprestur sr. Ólafs Einarssonar í Kirkjubæ 1628, fengið Skriðuklaustur 1630, síðan Eiða haustið 1631 eða vorið 1632 og 1636 fékk hann Vallanes og hélt til dauðadags. Vitur maður og vel að sér.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 412-13.

Staðir

Vallaneskirkja Prestur 1636-1647
Kirkjubæjarkirkja Aukaprestur 1628-1630
Skriðuklausturskirkja Prestur 1630-1631/32
Eiðakirkja Prestur 1631/32-1636

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.04.2018