Þorsteinn Þórðarson -09.04.1809

Prestur fæddur um 1733. Lærði í Skálholtsskóla. Fékk Stað í Súgandafirði 1755, Stað í Grunnavík 13. janúar 1763 og Stað í Súgandafirði aftur í september (1722 að því er segir í Íslenskum æviskrám Páls Eggerts) sagði af sér prestskap 1801 enda flosnaði hann upp vegna fátæktar og harðinda. Andaðist hjá syni sínum að Kvennabrekku. Talinn gáfnadaufur og einfaldur í kenningum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 234.

Staðir

Staðarkirkja í Staðardal, Súgandafirði Prestur 1755-1763
Staðarkirkja í Grunnavík Prestur 13.01.1763-
Staðarkirkja í Staðardal, Súgandafirði Prestur -1801

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.07.2015