Skapti Sigþórsson 10.07.1911-16.11.1985

Foreldrar: Sigþór Jóhannsson, bóndi í Litlagerði (7. mars 1885 - 8. nóv. 1940) og k. h. Guðrún Jónsdóttir (8. ágúst 1882 á Málmey á Skagafirði - 9. ágúst 1964).

Námsferill: Gekk um skeið í Menntaskólann á Akureyri; stundaði nám í fiðluleik á Akureyri hjá Karli O. Runólfssyni og hjá Hans Stephanek við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Starfsferill: Var fiðluleikari í Útvarpshljómsveitinni; fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1952 og víóluleikari 1952-1981; lék ennfremur á víólu í hljómsveit Þjóðleikhússins og saxófón í Lúðrasveit Reykjavíkur; lék einnig í fjölda danshljómsveita á fiðlu, víólu, trompet, saxófón og trommur, t.a.m, í hljómsveit Carls Billich, Aage Lorange, Bjarna Böðvarssonar og Karls 0. Runólfssonar; samdi danslagatexta og gaf út danslaganótur og urðu margir danslagatextar hans vel þekktir, svo sem Suður um höfin, Jósef, Jósef og Heyr mitt ljúfasta lag; rak innrömmunarverkstæði í hjáverkum í mörg ár.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 240. Sögusteinn 2000.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Aage Lorange Saxófónleikari 1946
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1950 1952
Sinfóníuhljómsveit Íslands Víóluleikari 1952 1981

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari, saxófónleikari, textahöfundur, tónlistarnemandi og víóluleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.12.2015