Hólmfríður Jóhannesdóttir 22.05.1969-

<p>Hólmfríður Jóhannesdóttir lauk einsöngvaraprófi frá Franz Schubert Konservatorium í Vín árið 1996 og næstu þrjú árin nam hún söng og leiklist í Vín og Mílanó, en þar stundaði hún einnig tungumálanám. Árið 2002 lauk hún burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og ári síðar lokaprófi í kennslufræðum frá Royal Academy of Music í Lundúnum. Veturinn 2005-2006 var Hólmfríður tónlistar- og veislustjóri Listasafns Íslands og næstu tvo vetur kenndi hún söng og var skólastjóri söngskólans Anima. Frá 2008-2010 starfaði hún í Vín með ferðaóperu sem fór um Austurríki, Þýskaland og Ítalíu og söng hlutverk Hans í barnaóperunni Hans og Gréta eftir Humperdinck. Hún hefur sungið víða um Evrópu og komið fram á fjölda galatónleika í Vín.</p> <p>Hólmfríður útskrifaðist sem dáleiðslutæknir frá The Hypnosis Centre vorið 2011. Hún hefur nú nýlokið framhaldsnámi í dáleiðslu frá Kanadamanninum Roy Hunter. Í dag starfar hún sem óperusöngkona og dáleiðslutæknir.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 28. ágúst 2012.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.10.2013