Óli Svarthöfðason -1402

Óli er skráður sem prestur í Odda og hafi verið orðinn prestur þar 1363 og lengi officialis.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 94.

Í presta- og prófastatali Sveins Níelssonar er skrað að hann hafi fengið Kálfafell á Síðu 1390. Næsti prestur þar kom 1393 (Jón Þórðarson, skreppur, og mætti því ætla að Óli hafi verið 3 ár á Kálfafelli.

Í Wikipedia má lesa eftirfarandi: Svartidauði var viðloðandi í Evrópu næstu aldir þótt hann yrði ekki aftur að viðlíka farsótt. Líklega barst hann til Íslands með farmanninum Hval-Einari Herjólfssyni, sem tók land í Maríuhöfn á Hálsnesi í Hvalfirði. Hann sigldi líklega frá Englandi, en þar er vitað af veikinni árið 1401. Þangað kom Óli Svarthöfðason prestur í Odda til fundar við Einar. Hann veiktist fljótt og dó í Hvalfirði eftir skamman tíma. Lík hans var flutt til Skálholts til greftrunar. Síðan breiddist veikin hratt út um landið.

Óli var talinn fyrsti maðurinn sem lést úr Svartadauða á Íslandi.

Staðir

Oddakirkja Prestur 1363-1390
Kálfafellskirkja Prestur 1390-1393

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.12.2013