Hermann Guðmundsson 27.04.1916-10.11.1989

<p>Hermann gekk í Flensborgarskóla að loknu barnaskólaprófi. Síðan lá leiðin í Verslunarskóla íslands og að því loknu í útvarpsvirkjunarnám hjá Ríkisútvarpinu. Þrátt fyrir þessa menntun í útvarpsvirkjun stundaði Hermann ýmis skrifstofustörf um ævina, síðast hjá Reykjavíkurborg.</p> <p>Hermann var mjög listelskur maður, Sér í lagi hafði hann unun af hljómlist, enda sjálfur söngmaður góður. Hann starfaði með fjölmörgum kórum og söng inn á hljómplötur. Meðal annars söng hann með Karlakór Reykjavíkur um 30 ára skeið og var heiðursfélagi kórsins. Enn fremur söng hann með Dómkirkjukórnum og Útvarpskórnum undir stjórn dr. Páls ísólfssonar.</p> <p>Dr. Páll ísólfsson hafði og miklar mætur á Hermanni, sem listamanni. Hjá honum söng hann t.d. í þjóðkórnum fræga; í Dómkórnum og við ýmis önnur tækifæri á stórum stundum. Páli fannst hann ómissandi. Eitt sinn hringdi dr. Páll til mín og biður mig að syngja í fjölmennum blönduðum kórum kirkna í Reykjavík í Skálholtskantötu hans. Æfingum var að ljúka og ég segi því við þennan ljúfa listamann, að ég hafi ekki slíka æfingu í nótnalestri, að ég geti orðið að liði. Þá sagði dr. Páll: Hafðu ekki áhyggjur. Hann Hermann syngur við hliðina á þér; og ég lét til leiðast.</p> <p align="right">Úr minningargreinum í Morgunblaðinu 21. nóvember 1989, bls. 39</p>

Staðir

Verzlunarskóli Íslands Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Dómkirkjukórinn Söngvari
Karlakór Reykjavíkur Söngvari 1934
Útvarpskórinn Kórsöngvari

Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi og útvarpsvirki
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.10.2020