Guðný Einarsdóttir 07.12.1978-

<p>Guðný stundaði píanónám frá unga aldri og lauk hún prófi frá tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og orgelnámi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar, þar sem aðalkennari hennar var Marteinn H. Friðriksson.</p> <p>Vorið 2006 lauk hún kirkjutónlistarnámi frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn þar sem hún naut leiðsagnar ýmissa kennara m.a. Lasse Ewerlöf og Bine Bryndorf. Samhliða náminu var hún annar organisti við Holmens kirkju í Kaupmannahöfn. Veturinn 2006-2007 var Guðný organisti við kirkju danska safnaðarins í París en samhliða starfinu stundaði hún nám hjá frönsku organistunum Eric Lebrun og Sophie-Véronique Cauchefer-Choplin. Hún hefur einnig sótt orgelnámskeið hjá mörgum af virtustu tónlistarmönnum samtímans m.a. Michael Radulescu, Hans-Ola Ericson og Olivier Latry.</p> <p>Á námsárum sínum stjórnaði Guðný kammerkórnum Stöku í Kaupmannahöfn en hún var jafnframt ein af stofnendum hans. Guðný hefur haldið tónleika bæði á Íslandi og erlendis og komið fram við ýmis tilefni, bæði sem einleikari, meðleikari og kórstjóri. Hún gegnir nú stöðu organista við Fella- og Hólakirkju í Reykjavík.</p> <p align="right">Af vef Fella- og Hólakirkju 2013.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónskóli Þjóðkirkjunnar Tónlistarnemandi -
Konunglegi tónlistarháskólinn í Kaupmannahöfn Háskólanemi -2006

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Staka Stjórnandi 2004 2006

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , kórstjóri , organisti , tónlistarnemandi og tónmenntakennari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.06.2016