Ólafur M. Stephensen (Magnússon) 24.07.1863-10.03.1934

Prestur.Stúdent frá Lærða skólanum 1884, cand. theol. frá Prestaskólanum 27. ágúst 1886. Veitt Mýrdalsþing 1. september 1886 og vígður 12. sama mánaðar. Veitt Mosfell í Mosfellssveit 29. maí 1890. Fékk lausn frá embætti vegna heilsubrests 13. janúar 1904. Var útvegsbóndi um skeið og prestur utanþjóðkirkjusafnaðar í Fróðárhreppi 30. maí 1914 en lét af því eftir ár. Sóknarprestur í Bjarnanesprestakalli 23. apríl 1919 og settur prófastur í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi frá 1. ágúst 1920. Vikið frá embætti af Jónasi Jónssyni frá Hriflu vegna deilu um eina af jörðum Bjarnaness 25. júlí 1930. Hæstiréttur dæmdi honum full eftirlaun sem Alþingi hækkaði síðan að beiðni biskups. Sýslunefndarmaður.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 688-89

Staðir

Víkurkirkja Prestur 01.09. 1886-1890
Mosfellskirkja Prestur 29.05. 1890-1904
Bjarnaneskirkja Prestur 23.04. 1919-1930

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.12.2018