Einar Guðmundsson -

Prestur á 16. og 17. öld. Trúlega í Hafnarháskóla fyrir 1611. Líklega varð hann aðstoðarprestur föður síns á Stað á Reykjanesi og var orðinn prestur 1614. Fékk embættið eftir lát föður síns 1619. Þjónaði Flatey um 1622. Stórlyndur og lenti í illvígum málaferlum vegna galdraáburðar á einn sóknarmann sinn, gaf röng vottorð o.fl. Missti prestakallið 1635. Þrátt fyrir þetta hefur hann verið mikilhæfur maður, átti að verða prófastur, var vel að sér og skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 352-53.

Staðir

Staðarkirkja á Reykjanesi Aukaprestur 1614-1619
Staðarkirkja á Reykjanesi Prestur 1619-1635
Flateyjarkirkja Prestur f. 1622-

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.06.2015