Guðmundur Jónsson 10.05.1920-14.11.2007

<p>Guðmundur fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Halldóra Guðmundsdóttir frá Akranesi, og Jón Þorvarðsson, kaupmaður í Reykjavík.</p> <p>Fyrri kona Guðmundar var Þóra Haraldsdóttir húsfreyja sem lést 1982 og eignuðust þau þrjú börn. Seinni kona Guðmundar er Elín Sólveig Benediktsdóttir.</p> <p>Guðmundur lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1937 og var í námi í verslunarskólanum Wood's College í Hull í Englandi 1937-38. Hann var í söngnámi hjá Pétri Á. Jónssyni 1941-43, söngskóla Samoiloggs í Los Angeles 1943-44 og 1945-46, óperudeild Kungliga Musikaliska Akademiens í Stokkhólmi 1947-49, og í Vín 1959-60.</p> <p>Guðmundur var fulltrúi í tónlistardeild ríkisútvarpsins 1954-66 og framkvæmdastjóri hljóðvarpsins 1966-85.</p> <p>Guðmundur var í áratugi í hópi fremstu og vinsælustu óperusöngvara hér á landi. Söngferill hans hófst meðan hann var enn í námi, árið 1946, er hann söng einsöng með Karlakór Reykjavíkur og Stefáni Íslandi á nær 60 tónleikum á tveggja og hálfs mánaðar tónleikaferð um Bandaríkin. Að ferðinni lokinni var hann gerður að heiðursfélaga kórsins, en samstarf kórsins og Guðmundar gaf meðal annars af sér lagið Hraustir menn sem naut gríðarlegra vinsælda. Hann söng á fjórða tug hlutverka í óperum og óperettum hjá Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni, þ.á m. titilhlutverk í fyrstu óperusýningu Þjóðleikhússins Rigoletto eftir Verdi 1951. Auk þess fór hann með ótal önnur söng- og leikhlutverk á sviði og í útvarpi og tók þátt í miklum fjölda tónleika, m.a. með Karlakór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúskórnum, Söngfélaginu Hörpu og Söngsveitinni Fílharmóníu.</p> <p>Hann kenndi auk þess við Söngskólann í Reykjavík um árabil og sá um dagskrárgerð í útvarpi.</p> <p>Guðmundi var sæmdur fálkaorð- unni fyrir störf sín að tónlist árið 2006 og fékk Tónlistarverðlaunin sama ár.</p> <p align="right">Merkir Íslendidngar. Morgunblaðið. 10. maí 2016, bls. 27.</p>

Staðir

Verzlunarskóli Íslands Nemandi -1937

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Einsöngvarakvartettinn Söngvari 1969 1978

Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi , söngkennari , söngvari og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.09.2017