Bjarni Bjarnason 30.09.1884-05.06.1979

Bjarni Bjarnason lærði ungur orgelleik. Var organisti í Reykholti um 60 ára skeið og oft og lengi í mörgum öðrum kirkjum í Borgarfjarðarhéraði. Var stofnandi karlakórsins Bræðurnir, er var stofnaður af nokkrum bræðrum í uppsveitum Borgarfjarðarhéraðs 1915, og starfaði um 30 ára skeið. Hann kenndi lengi söng í alþýðuskólanum á Hvítárbakka og í Reykholti og kenndi auk þess mörgum einstaklingum orgelleik. Var og stofnandi og leiðbeinandi nokkurra kirkjukóra, stofnandi og í stjórn Góðtemplarastúku og síðar Ungmennafélags í sveit sinni. Í sóknarnefnd, fræðslunefnd og í stjórn búnaðarfélags, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Fékk heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX árið 1924 fyrir framúrskarandi búnaðarframkvæmdir. Sæmdur riddarakrossi hinnar ísl. Fálkaorðu 1961. Hann og kona hans Helga Hannesdóttir unnu mjög skógrækt, og komu upp fögrum og merkilegum skógarlundi fyrir ofan bæ sinn sunnan í Skáneyjarbungu. Vegna hörmulegra óhappa brann lundur þessi og skemmdist mikið um 1950.

Heimildir: Borgfirskar æviskrár 1. bindi bls. 308.

Sjá nánar: Kennaratal á Íslandi, II. bindi bls. 347.

Staðir

Reykholtskirkja-gamla Organisti -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Söngfélagið Bræðurnir Stjórnandi 1915 1945

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014