Björn Hjálmarsson 29.01.1769-17.10.1853

Prestur.Stúdent 1789. Fékk uppreisn fyrir barneign 1793 með konu þeirri er hann síðar átti. Vígðist 6. júlí 1794 aðstoðarprestur föður síns í Tröllatungu fékk prestakallið 1798. Settur prófastur í Strandasýslu 1827-28. Lét af prestskap 14. júní 1847. Var vel að sér, góður kennimaður og söngmaður, heppinn læknir, hagmæltur og skrifari góður og málari.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 221-22.

Staðir

Tröllatungukirkja Prestur 06.07.1794-1847

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.02.2016