Guðrún Dalía Salómonsdóttir 08.01.1981-

<p>Guðrún Dalía hóf píanónám 9 ára gömul hjá Steinunni Steindórsdóttur í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og nam síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Guðríðar St. Sigurðardóttur. Ásamt píanónáminu lærði hún í nokkur ár á slagverk í Tónlistarskóla FÍH. Árið 2003 fékk Guðrún Dalía Erasmus styrk til að stunda nám hjá Wan Ing Ong við Staatliche Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Stuttgart. Að skiptiárinu loknu hélt hún áfram námi við sama skóla og lauk þaðan prófi í sumar.</p> <p>Guðrún Dalía hefur leikið á ýmsum námskeiðum, m.a. hjá Thérese Dussaut, Diane Andersen, Thomas Böckeler, Klaus Kaufmann og Shoshönu Rudiakov. Í nóvember síðastliðnum vann hún til fyrstu verðlauna í píanókeppni EPTA í Salnum í Kópavogi. Á undanfönum árum hefur Guðrún Dalía leikið á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og í Þýskalandi, bæði sem einleikari, í píanódúói og ýmsum kammerhópum, m.a. Kammersveitinni Ísafold. Á þessu ári hefur hún haldið tvenna einleikstónleika í Stuttgart, en þessir tónleikar í Listasafni Sigurjóns eru fyrstu einleikstónleikar hennar hér á landi.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 31. júlí 2007.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kúbus Píanóleikari 2013

Píanókennari og píanóleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.01.2015