Einar Þórðarson 1721-15.12.1801

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1745 með þeim vitnisburði að hann væri í meðallagi gáfaður en frábærlega ástundunarsamaur. Varð djákni að Myrká haustið 1745 en vígðist 8, maí 1746 að Tjörn í SVarfaðardal. Hann fékk Hvamm í Dölum 15. maí 1754 og hélt til dauðadags. Hann var mikill vexti og orkumaður, glímumaður og sundmaður en gerðist þungur og stirður á elliárum. Almennt virtur og vel þokkaður, heppinn í lækningum, búmaður góður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 391-92.

Staðir

Tjarnarkirkja Prestur 08.05.1746-1754
Hvammskirkja í Dölum Prestur 15.05.1754-1801

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.04.2015